Allt efni

Norræni skjaladagurinn 2018

Pétur Ólafsson (1869 - 1955) bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.

Læt ég nú bókina tala sínu máli – úr dagbókum Péturs á Hranastöðum

Pétur Ólafsson (1869 – 1955) bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.   Pétur Ólafsson (1869 – 1955) bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði hélt dagbækur í fjöldamörg ár og á safninu eru þær til frá 1908-14 og 1927-52. Sonur Péturs, Jakob Ó Pétursson, skrifar í októberhefti Heima er bezt árið 1968, um dagbókarskrif föður síns árið 1918.…
Read more

Horft heim að Hólum. Úr safni HSk.

Framfarafélag Skagfirðinga

Horft heim að Hólum. Úr safni HSk.   Þrátt fyrir harðindin árið 1918 lögðust íbúar í Skagafirði ekki í kör heldur horfðu björtum augum til framtíðar og var þann 7. júlí 1918 stofnað Framfarafélag Skagfirðinga á Hólum í Hjaltadal. Tilgangur félagsins var að stofna til félagsskapar sem gæti unnið í sameiningu að áhuga- og framfaramálum…
Read more

Greinin „Sjálfstæði“ í sveitablaðinu Dagskrá.

Sjálfstæði

Greinin „Sjálfstæði“ í sveitablaðinu Dagskrá.   Í 2. tölublaði 2.árgangs sveitablaðsins Dagskrá, sem var gefið út í Mývatnssveit árið 1918, ritar Þórólfur Sigurðsson eftirfarandi grein er hann nefndi „Sjálfstæði“: Nú á tímum er þetta orð notað í mörgum myndum, og venjulega er það lofsorð, þegar það er sagt um fólk, að það sé sjálfstætt. Einkum…
Read more

Rigmor.

Rigmor — mótorskonnorta Konráðs kaupmanns Hjálmarssonar á Norðfirði

Þann 1. desember 1918 er Ísland var fullvalda ríki var Rigmor eitt af fjórum fyrstu skipunum er flögguðu með Íslenskum fána í erlendri höfn. Það var í Ibiza á Spáni, en þar lestaði skipið salt er átti að fara til Færeyja. Hinn 3. desember fékk ritstjóri „Ægis“ símskeyti frá Ibiza (Spáni), er skipstjóri Ólafur Sigurðsson…
Read more

Bær á Höfðaströnd. Þórðarhöfði í baksýn. Úr safni HSk.

Frostaveturinn mikli

Bær á Höfðaströnd. Þórðarhöfði í baksýn. Úr safni HSk.   Árið 1918 var í Skagafirði, líkt og víðsvegar um landið, óvenju hart í ári sökum frostaveturins mikla. Matarbirgðir voru af skornum skammti, kol illfáanleg og víða lítið til af mó sökum þess hve snemma fór að snjóa sumarið áður. Sumarið sem fylgdi í kjölfarið var…
Read more

Úr dagbók Björns Árnasonar í Pálsgerði í Grýtubakkahreppi, S.-Þing.

Fáein litbrigði úr Grýtubakkahreppi 1918

Úr dagbók Björns Árnasonar í Pálsgerði í Grýtubakkahreppi, S.-Þing.   Hverju breytir það að hafa dagbókarskrif með upplýsingum úr kirkjubókum? Opinber skjalasöfn taka mjög gjarnan einkaskjöl til varðveislu enda geta slík skjöl geta gefið ólíka sýn á mannlífið og litbrigði lífsins en opinber gögn. Dagbækur eru einkaskjöl en á safninu eru varðveittar dagbækur tveggja bænda…
Read more

Bátafloti Ísfirðinga fastur í ís á Pollinum í Skutulsfirði í ársbyrjun 1918. Lengst til hægri má sjá kútter Hans frá Stykkishólmi. Ljósm. M. Simson.

Flotinn fastur í ís

Bátafloti Ísfirðinga fastur í ís á Pollinum í Skutulsfirði í ársbyrjun 1918. Lengst til hægri má sjá kútter Hans frá Stykkishólmi. Ljósm. M. Simson.   Bátafloti Ísfirðinga lá fastur í ís á Pollinum frá 5. janúar til 16. febrúar 1918. Þar var einnig kútter Hans frá Stykkishólmi, eign verslunarinnar Leonhard Tang & Sön. Um borð…
Read more

Vestmannaeyjar 1918

Vestmannaeyjar 1918

Myndin að ofan sýnir gosstrókinn frá Kötlu séðan frá Vestmannaeyjum, haustið 1918. Bjarnarey sést á miðri mynd. Lengst til hægri er íbúðarhúsið að Miðhúsum (vestri). Eystri-Miðhús voru einnig til, tómthús sem að stóð nokkru austar. Í niðurgirðingunni svokölluðu voru þrjár jarðir, Gjábakki, Miðhús og Kornhóll. Miðhús var yngst þessara jarða, talin tvö kýrfóður. Jörðin hafði…
Read more

Úr dagbók Þórarins Kristjánssonar Eldjárn fyrrum bónda og hreppstjóra á Tjörn í Svarfaðardal.

Litbrigði lífsins í Svarfaðardal

Sama góða veðrið. Mikil er sú fjallanna gjöf. Haldinn fundur til að ræða um sóttvarnir gegn spönsku veikinni og skarlatsóttinni. Á þeim orðum hefst dagbók Þórarins Kr. Eldjárn fyrrum bónda og hreppstjóra á Tjörn í Svarfaðardal. Færslan er rituð 7. desember 1918. Þórarinn var sonur Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar prests á Tjörn og Petrínu Soffíu Hjörleifsdóttir…
Read more

Kartöfluræktarmenn á Garðskaga á fyrri stríðsárunum 1917-1918

Kartöfluræktarmenn á Garðskaga á fyrri stríðsárunum 1917-1918

Sitjandi frá vinstri: Björn Vigfússon á Gullberastöðum, Guðmundur Jónsson á Hvítárbakka og óþekktur. Standandi: Ármann Dalmannsson í Fíflholtum, Kristinn Guðmundsson á Skeljabrekku ytri og Hvanneyri, Pétur Þorsteinsson á Miðfossum, Magnús Jakobsson á Varmalæk og Kristófer Guðbrandsson á Kleppjárnsreykjum. Ljósmyndari: Carl Ólafsson.   Ljósmynd þessi af ungum Borgfirðingum og Mýramönnum er varðveitt á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Nöfn…
Read more