Fáein litbrigði úr Grýtubakkahreppi 1918

Norræni skjaladagurinn 2018

Fáein litbrigði úr Grýtubakkahreppi 1918

Úr dagbók Björns Árnasonar í Pálsgerði í Grýtubakkahreppi, S.-Þing.

Úr dagbók Björns Árnasonar í Pálsgerði í Grýtubakkahreppi, S.-Þing.

 

Hverju breytir það að hafa dagbókarskrif með upplýsingum úr kirkjubókum?

Opinber skjalasöfn taka mjög gjarnan einkaskjöl til varðveislu enda geta slík skjöl geta gefið ólíka sýn á mannlífið og litbrigði lífsins en opinber gögn. Dagbækur eru einkaskjöl en á safninu eru varðveittar dagbækur tveggja bænda í Grýtubakkahreppi frá 1918.

Úr ministerialbók Höfða- og Grýtubakkaprestakalls 1918:

Fæddur 8. júlí, Þórður Jónas, skírður 29. nóvember í heimah. Foreldrar: Gunnar Þórðarson og Kristrún Þorsteinsdóttir hjón í Höfða.

Á skírnardaginn skrifar Baldvin afabróðir drengsins:

Logn 3°fr heldur þykkt og sunnanlegt. Ekki róið af beituleysi. Farið innfyrir grunn eftir síld en fékkst ekki nema á annan bátinn og rær Sigurður í kveld. Presthjónin hér og skírður drengur Gunnars, Þórður Jónas. Presthjónin og 3 aðrir í nótt.

Baldvin Bessi Gunnarsson (1854-1923), bóndi, útgerðarmaður og kaupmaður í Höfða Grýtubakkahreppi. Baldvin og Þórður bróðir hans skiptust á að halda dagbók 1887-1935. Baldvin var með bókina frá því 1890 og skrifaði síðast á jóladag 1923. Hann lést á gamlaársdag sama ár.

Baldvin Bessi Gunnarsson (1854-1923), bóndi, útgerðarmaður og kaupmaður í Höfða Grýtubakkahreppi. Baldvin og Þórður bróðir hans skiptust á að halda dagbók 1887-1935. Baldvin var með bókina frá því 1890 og skrifaði síðast á jóladag 1923. Hann lést á gamlaársdag sama ár.

Úr ministerialbók Höfða- og Grýtubakkaprestakalls 1918:

Fædd 1.des., Rannveig Sigríður, skírð 16. jan. 1919 í heimah. Foreldrar: Sigurbjörn Jóhannsson og Þóra Gunnlaugsdóttir hjón á Kljáströnd.

Baldvin skrifar 1. desember 1918:

Norðan hríðarfjúk 1°fr þykkt og heldur hríðarlegt. Margrét [Margrét Baldvinsdóttir ljósmóðir í Grýtubakkahrumd 1915-24] sótt í nótt af Kljáströnd og ól Þóra stúlku í nótt kl. Beitt lína um kveldið og á að róa í nótt útfyrir land. Í dag á fullveldi Íslands að ganga í gildi en engin fagnaðarmerki sjást á nokkurri manneskju enda eigi mikil ástæða til gleði því engin þvingun var á athöfnum okkar áður, og yfir höfuð vorum vér frjálsasta fólk í heimi.

Úr ministerialbók Laufásprestakalls 1918:

Fædd 9. júní, Sesselía, skírð 8. sept. Foreldrar: Björn Árnason og Sumarós Sölvadóttir hjón í Pálsgerði.

Björn Árnason, faðir stúlkunnar, skrifar í dagbók sína á fæðingardegi hennar:

Fæddist í nótt kl. 3 stúlka hér í Pálsgerði og vóg 16 merkur. Sunnud. Sunnan stormur vestlægur. Margrét í Höfða var sótt í nótt og var hér um kyrt í dag. Stúlkan sem hér fæddist var 52 sentim. Eiður fór á Litluflöt í fótbolta. Tómas fór heim, komu hér Jón, Hrefna í Miðgerði og Sigurbjörn Litlagerði.

Björn Árnason (1882-1967), bóndi í Pálsgerði Grýtubakkahreppi 1909-33, síðar verslunarmaður í Hrísey og bóksali og verkamaður á Akureyri. Björn hélt dagbók í um 60 ár.

Björn Árnason (1882-1967), bóndi í Pálsgerði Grýtubakkahreppi 1909-33, síðar verslunarmaður í Hrísey og bóksali og verkamaður á Akureyri. Björn hélt dagbók í um 60 ár.

Björn skrifar á skírnardaginn:

8 sept. Sunnudagur. Norðan hægur þykkviður rigndi í nótt er leið gott veður. Björn og Rósa [Björn talar um sjálfan sig í 3ju persónu. Björn og Rósa eru foreldrar stúlkunnar] til Laufáskirkju með litlu góu, hún skírð og heitir Sesselja, messað var og margt fólk. Björn, Árni og Eiður fóru útá Litluflöt í fótbolta 12 mættir. Krakkarnir til berja. Komu Sigríður, Sigurbjörn, Guðrún Lómatjörn, Hannes í Garðsvík.

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri.