Tag: dagbók

Norræni skjaladagurinn 2018

Ólafur Pálsson og Guðrún Ólafsdóttir.

Árið 1918 gert upp

Ólafur Pálsson og Guðrún Ólafsdóttir.   Í Héraðsskjalasafni Þingeyinga eru varðveittar dagbækur Ólafs Pálssonar bónda á Sörlastöðum í Fnjóskadal. Dagbækur hans ná yfir tímabilið 1900-1930. Ólafur fæddist 17. október 1874 og lést 26. mars 1962. Kona Ólafs var Guðrún Ólafsdóttir. Ólafur var organisti, sat í sveitarstjórn og gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Hann var bókgefinn maður…
Read more

Pétur Ólafsson (1869 - 1955) bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.

Læt ég nú bókina tala sínu máli – úr dagbókum Péturs á Hranastöðum

Pétur Ólafsson (1869 – 1955) bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.   Pétur Ólafsson (1869 – 1955) bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði hélt dagbækur í fjöldamörg ár og á safninu eru þær til frá 1908-14 og 1927-52. Sonur Péturs, Jakob Ó Pétursson, skrifar í októberhefti Heima er bezt árið 1968, um dagbókarskrif föður síns árið 1918.…
Read more

Úr dagbók Þórarins Kristjánssonar Eldjárn fyrrum bónda og hreppstjóra á Tjörn í Svarfaðardal.

Litbrigði lífsins í Svarfaðardal

Sama góða veðrið. Mikil er sú fjallanna gjöf. Haldinn fundur til að ræða um sóttvarnir gegn spönsku veikinni og skarlatsóttinni. Á þeim orðum hefst dagbók Þórarins Kr. Eldjárn fyrrum bónda og hreppstjóra á Tjörn í Svarfaðardal. Færslan er rituð 7. desember 1918. Þórarinn var sonur Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar prests á Tjörn og Petrínu Soffíu Hjörleifsdóttir…
Read more

Skipin Áki og Pampa föst í hafís á Skjálfanda árið 1915.

Úr dagbók Guðrúnar Sigríðar Sigurbjörnsdóttur

Skipin Áki og Pampa föst í hafís á Skjálfanda árið 1915. „Það var í janúarmánuði 1918 sem þetta gerðist, sem nú skal segja frá. Ég var tæpra 12 ára. Var hjá foreldrum mínum í Flatey á Skjálfanda. Laugardagur 5.janúar 1918 Barnaskólinn var byrjaður að afstöðnu blessuðu jólafríinu. Þar var stillt og bjart veður, en óvanalega…
Read more